Aðferðafræði II 10.05.03


Tölvukennsla

Umsjón tölvutíma: Haukur Sigurðsson og Guðmundur Þorkell Guðmundsson

Umsjón sjálfsnáms: Margrét Lilja Guðmundsdóttir

Kynning á tölvutímum og sjálfsnámi

Tímasetningar tölvutíma. 09.02.04

Yfirlit yfir helstu mælitölur

Túlkun á mælitölum

Fyrirkomulag tölvutíma

Tölvuhluta námskeiðsins má stunda á tvo vegu. Annars vegar er boðið upp á sérstakar kennslustundir í tölfræðiforritinu SPSS, svonefnda tölvutíma. Þetta fyrirkomulag er miðað við allan þorra nemenda. Hins vegar er boðið upp á sjálfsnám fyrir takmarkaðan hóp nemenda. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag að öðru leyti er að finna í kynningu á tölvutímum og sjálfsnámi hér ofar á síðunni.

Rétt er að minna á að sjálfsnám er aðeins fyrir þá sem hafa skráð sig sem nemendur í sjálfsnámi. Þeir nemendur fá viðbótarþjónustu til að bæta þeim upp það sem þeir kunna að missa af við það að mæta ekki í tölvutíma.

Tölvuverkefni

Nemendur í Aðferðafræði II þurfa að prenta sér eintak af eftirfarandi verkefnum og koma með viðeigandi verkefni í hvern tölvutíma.

Eftirfarandi verkefni eru til hagnýtingar fyrir nemendur í Aðferðafræði II. Öll hagnýting í öðrum námskeiðum er háð leyfi höfundar. Öll eftirgerð eða aðlögun sem hluti af eigin kennsluefni er stranglega bönnuð.

Verkefni Tímasetning
Verkefni 1 Vika 5: 16.–20. febrúar
Verkefni 2 Vika 6: 23.–27. febrúar
Heimaverkefni 1  
Verkefni 3 Vika 7: 1.–5. mars
Verkefni 4 Vika 8: 8.–12. mars
Verkefni 5 Vika 9: 15.–19. mars
Heimaverkefni 2  
Verkefni 6 Vika 10: 22.–26. mars

Öll tölvuverkefni og heimaverkefni eru með höfundarrétti. Þau eru gerð aðgengileg hér til nota fyrir nemendur í Aðferðafræði II. Önnur hagnýting er háð leyfi höfunda. Ekki er heimilt að nota hluta úr höfundarvörðum verkum í önnur verk nema um sé að ræða tilvitnanir af hæfilegri lengd, sbr. 14. gr. Höfundarlaga nr. 72/1972.