VefverkefniÁhrifakóðun

Þegar aðhvarfsgreiningu er beitt er miðað við að frumbreytur séu megindlegar. Þegar frumbreytur eru nafnbreytur (til dæmis kyn og kynþáttur) og taka tvö eða fleiri gildi, þá er nauðsynlegt að kóða breyturnar. Hægt er að kóða nafnbreytur á nokkra vegu og verður túkunin ólík eftir því hvaða leið er farin.

Eftirfarandi þrjár aðferðir eru algengastar við kóðun breyta:

  1. Staðgengilskóðun (dummy coding)
  2. Áhrifakóðun (effect coding, anova coding)
  3. Samanburðarkóðun (contrast coding, orthogonal coding)

Áhrifakóðun er þríkostakóðun, við kóðun er breytum gefin gildin 0, 1 og −1. Áhrifakóðun er líkist staðgengilskóðun en meginmunurinn á þessum tveimur kóðunum er að einn hópurinn fær gildin −1 á öllum breytunum í áhrifakóðun í stað 0 í staðgengilskóðun. Fjöldi áhrifabreyta sem búa þarf til er einni færri en þau gildi sem breytan sem verið er að kóða tekur, það er að segja ef frumbreytan tekur k gildi þá verður fjöldi áhrifabreyta k−1. Ef búa ætti til áhrifabreytu fyrir breytuna kyn sem tekur tvö gildi, karl og konu, þá yrði einungis búin til ein áhrifabreyta (2−1=1). Að öðru leyti fær hver flokkur hverrar breytu gildin núll og einn eftir því sem við á. Við úrvinnslu niðurstaðna í aðhvarfsgreiningartöflu táknar fastinn óvegið meðaltal fylgibreytunnar. Hallastuðlar hverrar áhrifabreytu tákna frávik frá óvegna meðaltalinu. Hér má sjá dæmi þar sem áhrifakóðun er notuð.