Áhrifakóðun Úrvinnsla niðurstaðna

Úrvinnsla með áhrifakóðun

Hvernig túlkum við þær niðurstöður sem aðhvarfsgreining gefur okkur?

Tökum dæmi um það hver munurinn væri á meðalmenntun manna í árum talið eftir því hvaða kynþætti þeir tilheyra. Kynþáttur er þrígild frumbreyta sem kóðuð er með áhrifakóðun á eftirfarandi hátt:

Tafla 1. Áhrifakóðun
Effect1 Effect2
Hvítur −1 −1
Svartur 1 0
Annar 0 1

Hvítir fá gildið −1 á báðum áhrifabreytum. Hallastuðullin sem fæst við effect1 verður hallastuðull svartra og sá sem fæst við effect2 verður hallastuðull annarra.

Þetta gefur ekki upplýsingar um halltölu hvítra en sú vitneskja fæst með því að draga hallastuðla hinna kynþáttanna tveggja frá núll.

Þegar búið er að kóða breyturnar þá er aðhvarfsgreining framkvæmd í SPSS með eftirfarandi hætti: Analyze → regression → linear og þá fæst þessi gluggi:

Hér má sjá skipanaglugga fyrir aðhvarfsgreiningu

Skipunin er síðan keyrð og þá fást eftirfarandi niðurstöður:

Hér má sjá niðurstöður aðhvarfsgreiningar

Í Anova töflunni má sjá að heildaráhrif líkansins eru marktæk F(2,2820) = 22,22, p < 0,001.

Aðhvarfsjafnan er: Menntun = 12,95 – 0,566(effect1) + 0,092(effect2)

Niðurstöður gefa til kynna að óvegið meðaltal fyrir alla kynþætti sé 12,95 ár í menntun. Svartir eru með 0,566 árum styttri menntun og aðrir eru með 0,092 árum fleiri í menntun en óvegna meðaltalið.

Nú viljum við fá að vita hversu mörg ár í menntun hvítir hafa. Það er hægt með tvennu móti:

  1. hallastuðullinn fyrir hvíta = 0 − (−0,566 + 0,092) = 0,474 og síðan er hann lagður við óvegna meðaltalið, en það gefur 13,42 ár (12,95 + 0,474).
  2. menntun = 12,95 − 0,566(−1) + 0,092(−1) = 13,42 ár

Óvegin meðaltalsmenntun einstaklinga óháð því hvaða kynþætti þeir tilheyra er því 12,95 ár.

Sjá annað dæmi hér