VefverkefniPearson kí-kvaðrat

Kí-kvaðrat próf er hvert það próf þar sem dreifing tölugilda prófsins er kí-kvaðrat (ólíkt til dæmis normaldreifingu) ef núlltilgátan er rétt. Algengast þessara prófa er Pearson kí-kvaðrat prófið.

Pearson kí-kvaðrat er marktektarpróf þar sem mögulegt er að meta hvort tveir hópar séu það ólíkir á ákveðinni mælingu að óhætt sé að fullyrða að svo sé einnig í þýði. Helst er Pearson kí-kvaðrat notað til að reikna út úr gögnum sem sett eru upp í töflu.

Í meginatriðum má segja að kí-kvaðrat prófið skiptist í tvennt. Annars vegar er hægt að reikna það út frá einhliða töflum (one-way) og hins vegar út frá krosstöflum (2×2 eða stærri) þar sem könnuð eru tengsl milli tveggja flokkabreyta sem hver hefur tvo eða fleiri flokka.

Mikilvægt er að huga að forsendum kí-kvaðratprófsins þar sem misbeiting þess er of algeng.

Þó svo að frekar einfalt sé að reikna kí-kvaðrat handvirkt (sérstaklega einhliða) þá er fljótlegra og að einhverju leyti öruggara að slá gögnin inn í tölfræðiforrit og láta það reikna fyrir sig. Það á sérstaklega við um þegar unnið er með krosstöflur. Í SPSS er boðið uppá þann möguleika að reikna kí-kvaðrat.