Fyrsta taflan í output-glugga SPSS er krosstafla. Á henni sjást bæði væntigildi og raungildi, prósentutölur og stöðluð leif. Staðlaða leifin gefur til kynna hve langt frá væntigildi hvert hólf töflunnar er, í staðalfrávikum. Hér eru hóparnir 1,1 staðalfáviki frá væntigildi sínu.
Næst er niðurstaða kí-kvaðrat prófsins birt í töflu. Í efstu línunni má útkomu Pearson kí-kvaðratsins (4,912, í þetta skipti) frelsisgráður (df, sem birtar eru fyrir öll prófin) og p gildið. Hér var á ferðinni próf sem var marktækt við α= 0,05, tengsl á milli kynferðis og hvort hjálp sé veitt eru til staðar í þýði.
Í næstu línu töflunnar er leiðrétting Yates fyrir continuity í 2×2 krosstöflum. Í því felst, í mjög stuttu máli, að 0,5 er annað hvort bætt við eða dregið frá hverju raungildi þannig að það nálgist væntigildið. Notkun hennar er umdeild vegna þess hve íhaldssöm hún er.
Næst er gefin útkoma fyrir sennileikahlutfall (likelihood ratio). Það er mælitala sem svipar til Pearsons kí-kvaðrats og eftir því sem úrtök eru stærri, því líkari er útkoma þeirra.
Ef væntigildi töflunnar er í einhverjum tilfellum lægri en 5 þá er mögulegt að nota niðurstöðu Fisher's exact test. Andstætt við Pearson prófið, þá gerir Fisher's exact test ekki kröfu um að væntigildin megi ekki vera lág.
Þegar gögn rannsakenda eru á jafnbilakvarða, eða nálægt því, má ætla að Pearson kí-kvaðrat gefi ekki rétta mynd af þeim. Í slíkum tilvikum er hægt að nota Linear-by-linear association. Dæmi: Tengist fjölskyldustærð (lítil, meðalstór eða stór fjölskylda) því hvort farið er í áfengismeðferð (fer, fer ekki)?
Að lokum sést munurinn milli frumbreytanna myndrænt á súluriti.
© 2004 Anton Örn Karlsson