Kristín Huld Gunnlaugsdóttir og Þórhalla Gunnarsdóttir
Blindir og sjónskertir


Sjónskerðing

Sjónskertur er sá einstaklingur sem sér það illa að það háir honum í daglega lífinu. Sá einstaklingur sem með gleraugum hefur fulla sjón er ekki sjónskertur. Sá sem sér eðlilega með öðrum auganu telst ekki sjónskertur þó hann hafi enga sjón á hinu.

Hvíti stafurinn er tákn blindra og sjónskertra. Það eru til þrjár mismunandi gerðir af stöfum, þreifistafur, merkistafur og stuðningsstafur. Merkistafinn nýta sjónskertir sér sem merki um skerta sjón og þreifa fyrir sér með honum við erfið skilyrði t.d. í rökkri.

Algengustu orsakir sjónskerðingar eru: aldursrýrnun í augnbotnum, gláka, ský á auga og rýrnun sjóntaugar. Sjúkdómarnir gera ýmist vart við sig strax eftir fæðingu eða síðar og sumir ekki fyrr en á gamalsaldri.

Mikill misskilningur er í gangi um sjónskerta. Algengt er að fólk fer að tala hærra þegar það talar við sjónskertan einstakling, sem ekki endilega fer saman. Það er margt sem sjáandi fólk verður að hafa í huga í samskiptum sínum við sjónskerta, sem dæmi má nefna:

©1996