Verkefni í Ýmsum námsörðugleikum


Kristín Huld Gunnlaugsdóttir og Þórhalla Gunnarsdóttir
Blindir og sjónskertir

Í alþjóðlegri skilgreiningu á blindum og sjónskertum er miðað við að maður sé lögblindur ef sjónsvið hans er þrengra en 20° eða sjón hans <6/60. Það þýðir að hann sér í 6 metra fjarlægð það sem full sjáandi sér í 60 metra fjarlægð. Sjónskertur er hins vegar sá sem hefur sjón <6/18 sem þýðir að hann sér í 6 metra fjarlægð það sem full sjáandi sér í 18 metra fjarlægð.

Lög og reglugerðir fjalla um málefni blindra og sjónskertra undir yfirheitinu fötlun og þá einna helst í lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Einnig er fjallað um fatlaða í reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996, lögum um grunnskóla nr. 66/1995 og lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996.

Blindrafélag Íslands eru hagsmunasamtök blindra en sjónskertir geta einnig gengið í félagið sem styrktarfélagar. Markmið Blindrafélagsins er að standa í hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn og veita þjónustu.

Þjónustuaðilar blindra og sjónskertra eru m.a. Sjónstöð Íslands og Blindradeildin sem er deild innan Álftamýrarskóla.

©1996