Gerð og Túlkun leifarrits í aðfallsgreiningu Stöplarit

Stöplarit (Histogram) er einfalt rit sem auðvelt er að gera og túlka. Í raun er um að tæða tíðnirit þar sem tíðni ákvarðar hæð stöpla. Miklu máli skiptir í stöplaritum hversu margir stöplar eru notaðir og hvernig þeir eru skilgreindir, þetta getur verið vandasamt verk og oft þarf fleiri en eina tilraun til að fá rit sem sýnir hvað best dreifingu breytunnar.

Stöplarit sýnir okkur dreifingu svara, hægt er að leggja við ritið normalkúrfu og ef hún fellur að drefingu stöplaritsins þá má segja að gögnin séu normaldreifð og mæti því forsendum dreifigreiningar. Ef stöplaritið sýnir langan hala gagna til vinstri þá má segja að gögnin séu neikvætt skekkt. Ef halinn er til hægri má segja að gögnin séu jákvætt skekkt.

stöplarit sem sýnir dreifingu sem fellur nálægt normaldreifingu

Mynd 1: Stöðlarit sem sýnir dreifingu þar sem búið er að leggja normalkúfu við ritið til að skýra lögunina.

Stöplaritið á mynd 1 sýnir dreifingu sem liggur nálægt normaldreifingu.

Galli á stöplaritum er að þau sýna ekki öll gildi, heldur flokk gilda. Því sér maður ekki auðveldlega ef mörg gildi vantar inn í flokkinn. Ef mikið er af eyðum í gögnunum getur verið erfitt að túlka stöplarit, þar sem ritið sýnir alltaf flokk gilda er ekki víst að eyðurnar sjáist. Það má benda á að bæði kassarit og normalrit eru laus við þessa vankanta. Á normalriti má sjá dreifingu allra gilda og því hægt að túlka útfrá þeirri mynd hvort eyður séu í gögnum.