Gagnakönnun Dæmi um myndrit

Hér eru nokkur dæmi um myndrit

Þetta er kassarit

Kassarit

Kassarit sýna vel skekkju í dreifingu og sýna útgildi greinilega. Það er grundvöllur að mörgum tilgátum að gögnin séu nokkurn veginn normaldreifð og kassarit getur hjálpað til við að álykta hvort svo sé. Þegar kassarit er teiknað er dreifingunni skipt upp í fjóra jafna hluta auk þess sem miðja hennar er fundin. Lengd kassans í kassritinu innifelur þann helming dreifingarinnar sem er næst miðju en lægsti og hæsti fjórðungurinn eru utan við kassann. Lína er dregin þvert yfir kassann við miðju dreifingarinnar. Út frá sitt hvorum enda kassans ganga línur sem eru kallaðar skegg.

Þetta er krossað kassarit

Krossuð kassarit

Krossuð kassarit eru ákjósanleg þegar það þarf að bera saman dreifingu tveggja eða fleiri hópa. Hægt er að sjá í hendingskasti helstu eiginleikana og hvort dreifingin sé ólík milli hópanna.

Þetta er línurit

Línurit

Línurit eru yfirleitt notuð þegar sýna á meðaltöl eða aðrar mælitölur á staðsetningu. Þau má þó einnig nota til að sýna fjölda eða aðrar sviðaðar mælitölur.

Þetta er normalrit

Normalrit

Normalrit birtir mæligildi breytu sem fall af væntigildum normaldreifingar. Ef breytan normaldreifist, mynda mæligildin beina línu. Ef skekkja er til staðar sést sveigbogi í normalritinu en rjáfur- og gólfáhrif gera tengslin s-laga.