Samvirkni Einföld meginhrif

Áhrif einnar breytu á ákveðið stig annarar breytu er kölluð einföld áhrif (simple effect). Ef rannsakandi vill vita hvort breyta hefur áhrif á hvert stig annarar breytu væri rétt að athuga einföld áhrif. Tökum dæmi þar sem skoðuð eru áhrif aldurs á lestur. Frumbreytunni aldur er skipt upp í unga og gamla. Fylgibreytan er lestur þar sem lestur fólks er metinn eftir fjölda réttra orða sem lesin eru í við þrenns konar aðstæður — lítil birta, meðal birta og mjög mikil birta. Einföld áhrif væru þá áhrif sem aldur hefi á lestur við ákveðin skilyrði, t.d. litla birtu. Staðhæfing eins og þessi: — lítil birta hafði slæm áhrif á lestur eldri þátttakenda — er að lýsa einföldum áhrifum. Sumir halda því fram að nauðsynlegt sé að athuga einföld áhrif til að skilja samvirkni. Það er ekki rétt því samvikni getur staðið ein og sér. Rökin fyrir því að athuga einföld áhrif eru frekar þau að stundum er mikilvægt að vita hvort breyta hafi marktæk áhrif á ákveðin stig annarrar breytu.