VefverkefniSamvirkni

Dreifigreining er mikið notuð í félagsvísindum. Einn af mörgum kostum dreifigreiningar er að með henni er hægt að koma auga á samvirkni en það gerir okkur kleift að setja fram flóknari tilgátur en venjuleg t-próf gera. Hugtakið samvirkni var fyrst notað af Fisher árið 1926. Samvirkni er það þegar samband milli tveggja breyta breytist eftir gildum þriðju breytu. Samvirkni getur falist í því að tengsl séu bara til staðar í sumum tilfellum en ekki öðrum, áhrifin eru stundum neikvæð og stundum jákvæð og áhrifin eru mismikil. Samvirkni er sögð vera ef áhrif tveggja breyta á fylgibreytu eru önnur en búast hefði mátt við með hliðsjón af megináhrifum þessara breyta. Dæmi um slíkt er að vitað er að áfengisdrykkja og reykingar auka líkurnar á krabbameini, en fólk sem bæði drekkur og reykir er mikið líklegra til að fá krabbamein en ætla mætti með hliðsjón af meginhrifum drykkju og reykinga á krabbamein. Auðveldara er að sjá samvikni á mynd en töflu. Ef línurnar á myndinni eru ekki samsíða þá er um samvirkni að ræða. Eftir því sem línunnar eru lengra frá því að vera samsíða þeim mun meiri samvirkni er um að ræða.

Margir telja að ef samvikniáhrif koma fram þá eigi að hunsa megináhrifin því meginhrifin gefa ranga mynd af gögnunum. Flestir eru þó sammála um að ef meginhrifin eru í samræmi við samvirknina þá sé í lagi að birta þau. Dæmið um reykingarnar, drykkjuna og krabbameinið hér að ofan er dæmi um samvirkni sem er í samræmi við meginhrifin, það er bæði reykingar og drykkja hafa áhrif á líkurnar á krabbameini en áhrif drykkju eru misjöfn eftir hvort um sé að ræða reykingamann eða ekki og svo öfugt. Best er þó að styðjast við eigin dómgreind þegar metið er hvort hunsa eigi meginhrifin eða ekki. Ef það virðist skynsamlegt að birta þau og fjalla um þau þó að samvirkniáhrif sé til staðar, á að gera það. Ef samvirkniáhrif eru til staðar getur verkið mikilvægt að skoða einföld áhrif (simple effects) til að átta sig betur á eiginleikum gagnanna. Þegar við skoðum einföld áhrif þá erum við í raun að skoða hvaða áhrif einn þáttur frumbreytunnar hefur á annan þátt fylgibreytunnar.