SchefféAlfamistök (a)

Alfamistök: er einnig kallað höfnunarmistök (type I error). Alfamistök er að réttri núlltilgátu er hafnað. Í rannsóknum er oftast miðað við a = 0,05 en stundum a = 0,01. Ef þessi mistök séu gerð þá er verið að staðhæfa að það sé munur í þýði þegar svo er ekki. Að gera alfamistök getur haft slæmar afleiðingar. Sem dæmi mætti nefna ofmat á áhrifum meðferðar af einhverju tagi þar sem sagt er að lyfjameðferð hafi áhrif þegar hún hefur það ekki. Ef áhrif meðferðar er ekki rétt metin og hún notuð í lækningaskyni þá er hugsanlega verið að koma í veg fyrir bata hjá sjúklingi. Þess ber að geta að þetta er mjög ýkt dæmi um afleiðingar þess að hafna ekki réttri núlltilgátu.

Betamistök: er er einnig kallað fastheldnimistök (type II error) en þar er vandinn að hafna ekki rangri núlltilgátu. Þegar við minnkum alfavilluna frá 0,05 í 0,01 þá eykst hættan á því að við gerum betamistök. Afleiðingum af því er gagnstætt dæminu hér að ofan. Hér væri verið að vanmeta áhrif meðferðar eins og til dæmis að segja að meðferð sem hefur áhrif í raun og veru er hafnað og talin gagnslaus. Afleiðingar af þessu dæmi mætti telja þær sömu og að ofan þar sem hugsanlega er verið að koma í veg fyrir að sjúklingur fái sem bestu meðferð.

Uppsöfnuð villutíðni á fjölskyldu er leiðrétt með Sheffé með því að margfalda fjölda meðaltala með allsherjar-F-prófi (Fa).