Umbreyting gagnaUmbreyting í SPSS

Transform / Compute… Þá birtist skilti sem heitir Compute variable. Nýju breytunni gefið nafn í glugganum target variable og nánar með því að smella á Type and label.

Tegund umbreytingar valin í glugganum hægra megin við lyklaborðið. LG10 fyrir umbreytingu með lógariþma en SQRT fyrir umbreytingu með kvaðratrót. Ef tvísmellt er á viðkomandi tákn færist það í gluggann Numeric Expression. Einnig er hægt að nota örina á milli umræddra glugga til að færa á milli.

Því næst er breyta valin sem á að umbreyta í breytuglugganum lengst til vinstri. Ýmist er tvísmellt á breytuna eða viðeigandi ör notuð til að færa hana í gluggan Numeric Expression. Þá færist heiti breytunnar í svigann fyrir aftan umbreytingartáknið.

Smellt á OK og ný umbreytt breyta verður til sem hægt er að skoða, til dæmis í kassariti með því að fara í Analyze / descriptive statistics / Explore og svo framvegis.