Umbreyting gagnaVeldisumbreyting

Þegar veldisumbreyting er gerð er X breytt með XP. Ef P er brot þá samsvarar umbreytingin rót, til dæmis X í hálfta veldi jafngildir √X. Veldisumbreyting er einungis skynsamleg þegar öll gildi X eru jákvæð. Ef sum gildi X eru neikvæð er hætta á því að röðun gildanna breytist og fjarlægðin milli gildanna samsvari ekki upphaflegu gildunum, eins og eftirfarandi tafla sýnir:

X X2
-2 4
-1 1
0 0
1 1
2 4

Hægt er að bregðast við slíkum vanda með því að leggja fasta við X og breyta þannig öllum X gildum í jákvæð gildi, X → (X + k)P:

X (X+3)2
-2 1
-1 4
0 9
1 16
2 25

Veldisumbreyting er álitlegur kostur þegar hlutfall hæstu og lægstu gilda er hátt. Ef hins vegar hlutfall hæstu gilda samanborið við þau lægstu er nærri einum er ekki vænlegt að beita veldisumbreytingu.