Eta og skýrð dreifni Gerð breyta til að reikna etu

Eta tekur aðeins tillit til eigindlegra upplýsinga í frumbreytu og þarf frumbreytan því að vera rofin og mynda hópa eða flokka. Dæmi um það væri menntun með hópana grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólamenntun. Fylgibreytan þarf hinsvegar að vera megindleg (t.d. laun í þúsundum króna).

Hægt er að nota megindlega frumbreytu í útreikninum á etu en þá þarf að horfa fram hjá megindlegum upplýsingum hennar og flokka hana upp í hópa. Dæmi um slíkt væri að flokka frumbreytuna aldur upp í hópana ungt fólk (18-35 ára) miðaldra fólk (36-55 ára) og eldra fólk (56-70).