Pearson kí-kvaðrat Væntigildi

Væntigildi lýsa þeirri dreifing búast mætti við ef núlltilgátan væri sönn, engin munur milli hópa í þýði.

Væntigildi í einhliða kí-kvaðrat eru reiknuð þannig að raungildin eru lögð saman og deilt í töluna með fjölda hópa. Í dæmi um íssjálfsala um víða veröld yrði útreikningur væntigilda: (20 + 2 + 10 + 8)/4 = 10

Íssala

Barbados Selfoss Feneyjar London
Raungildi 20 2 10 8
Væntigildi 10 10 10 10

Væntigildi krosstaflna eru reiknuð þannig að summur raðar og dálks hvers hólfs töflunnar eru margfaldaðar saman og deilt í útkomuna með heildarfjölda þátttakenda (N). Til dæmis væri væntigildi fyrir karla sem hjálpa: (19×20) / 40 = 9,5. Eins og gefur að skilja þarf því að reikna sérstakt væntigildi fyrir hvert hólf töflunnar, andstætt því sem á við þegar aðeins er um eina breytu að ræða.

Krosstafla

Karlar Konur Samtals
Hjálpar 6 13 19
Hjálpar ekki 14 7 21
Samtals 20 20 40