Kassarit Samhliða kassarit

Hægt er að skoða marga úrtakshópa á mynd með því að raða kassaritum upp hlið við hlið og bera þau saman á sameiginlegum kvarða. Þannig er hægt að sjá mun á staðsetningu, lögun og breidd úrtakshópanna.

Fjögur úrtök saman á kassariti

Kassaritið hér að ofan sýnir dreifingu líkamshæðar í hópum söngvara. Eins og sjá má hafa karlraddirnar (tenórar og bassar) hærri staðsetningu en kvenraddirnar (sópran og alt), þ. e. karlarnir eru hærri. Dreifingin í tenórahópnum er meiri en í hinum hópunum og er allmikið jákvætt skekkt. Dreifingin er því ekki einsleit. Það örlar á jákvæðri skekkju í dreifingu hinna hópanna líka og það er útgildi í althópnum. Talan 46 stendur fyrir númer þátttakandans sem hefur þetta útgildi.