Hrönn Ágústsdóttir
Þróun viðhorfa til fatlaðra


Lögboðin þjónusta við fatlaða

Álykta má sem svo að við færumst nær því að ná markmiði laganna að tryggja fötluðum jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna með margþættri aðstoð sem er: örorkulífeyrir og tryggingabætur, sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf, liðveisla, félagsleg heimaþjónusta, frekari liðveisla, skammtímavistun, dagvistun, félagslegar íbúðir, verndaðar íbúðir, sambýli, áfangastaðir, starfsþjálfun, atvinnumiðlun, verndaðir vinnustaðir, styrkir til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, styrkir til greiðslu námskostnaðar og ferðaþjónusta. Af þessu má greinilega sjá að þróunin hefur verið mikil á síðustu árum.

©1996