Hrönn Ágústsdóttir
Þróun viðhorfa til fatlaðra


Lög um málefni fatlaðra

Lög um fávitastofnanir giltu til 1. janúar 1980 en þá voru fyrstu lögin sett sem kváðu á um svæðisskiptingu þ.e. landinu var skipt upp í starfssvæði. Og hétu þau lög um aðstoð við þroskahefta. Þann 1. janúar 1984 tóku lög um málefni fatlaðra gildi og náðu þau til allra fatlaðra. Þau lög þóttu of stofnanabundin og voru sett ný lög árið 1992. Markmið núgildandi laga eru skýr þ.e. að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.

©1996