Anna K. Newton
Unglingar og þunglyndi


Hverjar eru orsakir þunglyndis hjá unglingum?

Það er ekki hægt að benda á eina orsök þunglyndis. Það er svo margt sem getur valdið því að fólk verði þunglynt. Hjá sumum er það einn atburður sem hrindir því af stað en hjá öðrum eru það samspil margra atburða sem leiða til þunglyndis. Hvernig hlutir hafa áhrif á unglinga er mjög misjafnt. Hlutur sem kallar fram þunglyndi hjá einum ungling þarf alls ekki að gera það hjá öðrum. Fólk tekur misjafnlega á hlutnum og tekur þá misjafnlega nærri sig. Stundum er það þannig að unglingurinn á við einhver vandamál að etja heima fyrir en í öðrum tilvikum eru það hlutir eins og lág sjálfsímynd og léleg frammistaða í einhverju sem kemur þunglyndinu af stað. Það hefur verið sýnt fram á að þunglyndi er að einhverju leyti arfgengt. Það bendir allt til þess að eitthvað þunglyndisgen sé til en ekki er enn vitað hvaða gen það er. Fólk sem þjáist af arfgengu þunglyndi fær eins einkenni og þau sem eru ekki með arfgengt þunglyndi en munurinn liggur í því að það þarf ekki að vera nein orsök fyrir þunglyndinu hjá fólki með arfgengu þunglyndi. Líklegast er að einhver taugafræðileg breyting hefur orðið í heilanum og að einhver boðefna röskun hefur átt sig stað. Erfitt er að aðgreina þessar tvær gerðir þunglyndis nema með því að skoða ættarsögu einstaklingana. Þó að það megi skýra að hluta til hverjar orsakir þunglyndis eru með arfgengiskenningunni þá segi það ekki alla söguna. Arfgengt þunglyndi finnst í u.þ.b. 20% þeirra tilfella sem þunglyndi er skoðað. Þó að þunglyndi virðist yfirleitt hafa sálrænar orsakir þá eru einkenni þess oft á tíðum líkamleg, síþreyta, máttleysi, svefnleysi, lítill matarlyst og fleira. Í þeim tilfellum sem þunglyndið er arfgengt og hefur líffræðilega orsakaskýringu eru mörg einkennin af sálrænum toga t.d. vonleysi, óhamingja og áhugaleysi. Þunglyndi í unglingum er talið vera mjög algengt, jafnvel algengara en hjá fullorðnum og til er kenning sem reynir að skýra þetta. Hugmyndin er sú að unglingar eru enn að móta persónuleika sinn og sjálfsímynd þeirra er oft á tíðum lág þar sem þau eru oft að láta reyna á nýjar ímyndir. Þegar þessi sjálfsímynd gengur ekki upp verður unglingurinn vonsvikinn og leiðir það stundum til þunglyndis eftir því hversu eftirsóknarverð ímyndin var, því eftirsóknarverðara því meiri líkur eru að það leiði til þunglyndis. Orsakir þunglyndis eru því augljóslega margbreytilegar en allar hafa þau áhrif að tilfinningar, hugsun og hegðun breytist að einhverju leyti.

©1996