Anna K. Newton
Unglingar og þunglyndi


Greining þunglyndis

Eitt af því sem gerir þunglyndi erfitt að eiga við er hversu erfitt það er í greina það. Hjá unglingum getur þetta verið sérstaklega erfitt þar sem þeir eru að reyna móta sjálfsímynd sína og lenda þar oft í erfiðleikum með hegðun sína gagnvart öðrum. Það getur því misskilist þannig að þunglynd hegðun unglings sé talin vera mótþrói. Einkenni þunglyndis eru oft á tíðum algengir kvillar sem hrjá flest alla einhvern tímann t.d. þreyta, matarleysi, máttleysi, svefnleysi, hæg hugsun, kvíði, stress og fleira. Það er oft erfitt að vita hvenær eigi að fara að líta á hegðun unglingsins sem eitthvert vandamál. Í sumum tilfellum fer það ekki á milli mála að unglingnum líður illa, en í mörgum tilfellum er þetta ekki svo. Strákar eru oft erfiðari að eiga við þar sem þunglyndi hjá þeim lýsir sig oft þannig að þeir verða pirraðir eða uppstökkir út af engu. Strákar eiga líka erfiðara með að viðurkenna að eitthvað sé að þegar þeir eru spurðir út í það og þannig getur verið erfitt að fá þá til að þiggja hjálp við vandann. Fyrir kennara eru vísbendingar að þunglyndi þær að unglingurinn missir áhuga á öllu sem tengist skóla, hvort sem um er að ræða hvernig frammistaða hans er eða hvernig samband hann hefur við bekkjarfélaga sína. Þegar sérfræðingar eru að greina þunglyndi er gjarnan farið viðmiðum DSM IV sem er flokkunarkerfi fyrir ýmiskonar geðræn vandkvæði. Þunglyndi samkvæmt DSM IV er ekki talið vera vandamál nema að það vari í a.m.k. tvær vikur og að það má á þessum tíma sjá verulegar breytingar á hegðun einstaklingsins. Yfirleitt varir þunglyndið þó í nokkra mánuði ef ekkert er gert í því. Einkennin sem greint er eftir eru m.a. að, einstaklingurinn er í geðlægð meirihluta dags, lítill áhugi á öllu á öllum stundum, þyngdartap eða þyngdaraukning upp á meira en 5% á einum mánuði eða minna, verulegar breytingar á svefnvenjum, síþreyta, minnimáttarkennd eða sektartilfinning alla daga, minni einbeiting eða óákveðni nánast í öllu, hugsanir um dauða (sjálfsvíg er algeng hugsun), truflun á félagslegri hæfni á þann hátt að verulega er dregið úr honum, að einkennin eru ekki tilkomin vegna efnatöku t.d eiturlyfja eða læknislyfja.

©1996