Ólöf Benediktsdóttir
Ofvirkni


Orsakir

Fræðimenn eru nokkuð sammála um það að ofvirkni sé líffræðilegs eðlis, sennilega vegna truflana í heilastarfsemi. Það er líklega ekki nein ein orsök fyrir ofvirkni. Það hafa þó oft verið nefndar sex mögulegar orsakir fyrir ofvirkni.

Rannsóknir í erfðafræði benda til að ofvirkni sé ákvörðuð af genum. Hafa rannsóknir sýnt að ættingjar einstaklinga með ofvirkni eru líklegri til að vera ofvirkir heldur en ættingjar einstaklinga sem ekki eru ofvirkir.

Því hefur einnig verið haldið fram að ofvirkni sé vegna heilaskemmda. Þetta hefur þó aðeins nýlega verið athugað. Tvö svæði heilans hafa helst verið nefnd ennis börkur og basal ganglia. Töluverður skortur á starfsemi hefur sést á þessum svæðum hjá ofvirkum einstaklingum. Það virðist líka vera að hægra heilahvel þessara einstaklinga starfi ekki rétt.

Þeim kenningum hefur verið haldið fram að ýmis bætiefni í fæðu, t.d. litarefni, bragðefni og rotvarnarefni séu ábyrg fyrir ofvirkni. Í þessu samhengi hefur B-vítamín skortur einnig verið nefndur sem mögulegar orsakir.

Einnig getur neikvæð svörun frá foreldrum, kennurum og jafningjum haft þau áhrif að þessir einstaklingar missa sjálfsálitið. Þetta getur svo haft þau áhrif að barnið fer að koma fram með ofvirknishegðun til að reyna að fá athygli.

Blý eitrun hefur líka verið nefnd sem möguleg orsök.

Umhverfið er talið geta haft áhrif ef barnið hefur engan stað til að leika sér á og horfir á sjónvarp tímunum saman þá getur það haft þau áhrif að það verður pirrað og ýgið.

Það ber að hafa í huga að ekkert af þessum tilgátum um orsök hafa verið sannaðar þannig að enn er ekki vitað nákvæmlega orsök ofvirkni/athyglisbrests.

Til baka í frumskjal

©1996