Hugrún B. Hafliðadóttir
Málfarslegir erfiðleikar barna


Lög og reglugerðir

Samkvæmt leikskólalögum (nr. 78/1994.) eiga leikskólabörn sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, rétt á henni innan leikskólans undir handleiðslu sérfræðinga.

Grunnskólalög (nr. 66/1995.) segja svo til um að nemandi sem á erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika á rétt á sérstökum stuðningi í námi. Hann á rétt á sérkennslu ef forráðamenn, kennarar og sérfræðingar sérfræðiþjónustu skóla eru sammála um að hann þurfi á henni að halda (skv. Reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996). Sérkennslan á að fara fram innan eða utan almennra bekkjardeilda, í sérdeildum, sérskólum eða annars staðar. Og skulu sérmenntaðir kennarar annast kennslu í sérdeildum/sérskólum þar sem því verður við komið.

Hvergi í framhaldsskólalögum (nr. 80/1996.) er minnst á sérkennslu þeirra sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika eins og málfarslegra erfiðleika.