Dagný Erla Vilbergsdóttir
Einhverfa og skólastarf


Hagsmunasamtök

Umsjónarfélag einhverfra var stofnað 1977 og er markmið þess að standa vörð um réttindi einhverfra og berjast fyrir bættri þjónustu. Félagið leggur ríka áherslu á fræðslu og kynningarstarf og stendur fyrir fræðslufundum og fyrirlestrum. Í húskynnum þeirra hafa félagsmenn komið sér upp dágóðu safni um málefni sem snerta einhverfa og er það til útláns. Félagið einsetur sér einnig að vera vettvangur fyrir gagnkvæman stuðning aðstandenda einhverfra.

Skráðir félagsmenn eru rúmlega 200 en í félaginu er 5 manna stjórn og 6 starfandi nefndir s.s.: Kynningar- og fræðslunefnd, skólamála- og tölvunefnd, atvinnumálnefnd og laganefnd. Þ.a. stór hluti félagsmanna tekur virkan þátt í félagstarfseminni.

Umsjónarfélag einhverfra er aðildarfélagi að Landsamtökum um þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands.

Umsjónarfélag einhverfra er til húsa að,

Laugavegi 26,
101 Reykjavík
s: 562-1590.

©1997