Dagný Erla Vilbergsdóttir
Einhverfa og skólastarf


Einhverfa

Nafnið einhverfa vísar til lágmarks samskipta við umheiminn, svo lítilla í raun að þau undanskilja nær ekkert annað en sjálf persónunnar. Þeir sem komu með fyrstu greinargerðinar um þroskatruflunina einhverfu voru þeir Leo Kanner 1943 og Hans Asperger 1944. Aspergers lýsing á einhverfu var þó mun víðtækari en Kanners og kallast nú á dögum Asperger heilkenni.

Skilgreinig Kanners á einhverfu er ennþá að mestu í gildi. Samkvæmt henni eru helstu einkennin skortur á mannlegum tengslum frá fæðingu, ruglingslegt málfar og áráttukennd hegðun. Fjórði þátturinn sem Kanner nefndi ekki er brengluð skynjun sem hefur nú verið studd mörgum fræðilegum rökum. Bilun í þeim kerfum sem vinna úr skynboðum verður t.d. til þess að barnið bregst of sterkt við sumum áreitum en of veikt við öðrum

Einhverfa getur verið lífstíðar þroskahömlun, sem kemur þannig fram að einstaklingurinn á oft erfitt með að skilja það sem hann sér, heyrir og skynjar í umhverfinu. Þetta hefur þau áhirf að hann á oft í erfiðleikum með félagsleg samskipti, boðskipti og hegðun. Hann á erfitt með að skilja aðstæður og skilja hegðun fólks. Það verður því að kenna þeim eins og alvarlega málhömluðum hvernig á að senda boð, hvernig á að haga sér í hinum mismunandi aðstæðum. Þau vantar það sem við venjulega köllum innsæi, þau finna ekki sjálf hvað er viðeigandi og hvað óviðeigandi. Þau eru alltaf þátttakendur á eigin forsendum og eiga því afar erfitt með að setja sig í spor annarra. Einhverfum þarf því að kenna hluti sem aðrir læra með því að horfa á aðra eða án sérstakrar kenslu.

Einkenni um einhverfu koma oftast fram á fyrstu mánuðum lífsins og einhverfa hefur yfirleitt verið greind um þriggja til fjögurra ára aldur.

Eftirtalin einkenni er varða truflun í sambandi við félagstengsl, félagsleg tjáskipti og félagslegan skilning, ímyndunarafl og skynjun eru dæmigerð fyrir einhverfa en misjafnt er hversu mörg þeirra einkenna hvern og einn og að hve miklu leiti:

Greining á einhverfu er gerð samkv. Greiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, ICD 10 (international classification of disorders), og er framkvæmd á Greiningarstöð ríkisins. Flest börn greinast á þriðja eða fjórða aldursári. Greiningin byggist á hegðunareinkennum og eru strangar kröfur um það hvaða hegðunareinkenni þurfa að vera til staðar til að skilmerkjum sé fullnægt.

Skilgreining á einhverfu er eftirfarandi samkvæmt ICD 10, en þar er einnig tekið fyrir nokkuð sem þeir kalla ódæmigerð einhverfa.

Einhverfa: Tegund gagntækrar þroskatruflunar sem er skilgreind þannig:

  1. óeðlileg eða rýrð þroskaþróun sem gerir vart við sig fyrir þriggja ára aldur, og
  2. óeðlileg virkni á öllum þremur sviðum sálsýkisfræðinnar:
  3. þ.e. gagnkvæmum félagslegum tengslum, boðskiptum og yfirborðsleg, endurtekin hegðun. Auk þessara sértæku greiningarþátta eru önnur ósérhæfð einkenni einnig algeng, eins og fælni, svefn- og mattruflanir, skapofsi og sjálfstýrð (self-directed) árátta.

Ódæmigerð einhverfa: Gagntækar þroskatruflanir sem hefjast á öðru aldurskeiði en "dæmigerð" einhverfa og/eða ef ekki er um að ræða truflanir á öllum sviðunum þremur sem tilgreind eru sem greiningareinkenni einhverfu. Tíðni ódæmigerðrar einhverfu er mest meðal mjög þroskaheftra einstaklinga og einstaklinga með mjög sérhæfðar þroskatruflanir í skilningi á tungumálinu.

Tíðni: Einhverfa er ekki algeng fötlun, ætla má (skv. niðurstöðum nýrra rannsókna) að 1 af hverjum 1000 (0,1%) sem fæðast verði einhverfir. Einhverfan er mun algengari meðal drengja eða 3:1. (3 drengir á móti hverri 1 stúlku). Á Íslandi greinast 3-4 börn á ári. En um 80 Íslendingar hafa nú greinst með einhverfu.

©1997