Hrafnhildur Kjartansdóttir
Asperger


Þjónustuúrræði

Dagvist barna sér um rekstur leikskóla í Reykjavík og er hlutverk hennar m.a. að sjá um:

Formlegar reglur um þjónustu þá sem veita skuli fötluðum börnum eru ekki notaðar á Dagvist, heldur er leitast við að finna lausn sem hentar hverju sérstöku barni.

Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjavík sinnir þjónustu við einstaklinga með Asperger í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, en hlutverk svæðisskrifstofa er að veita fjölskyldum fatlaðra faglega þjónustu, ráðgjöf og leiðbeiningar, sbr. 23. gr. reglugerðar um svæðisskrifstofur nr. 273/1993. Jafnframt skulu svæðisskrifstofur vera samræmingaraðili í þjónustu við fatlaða einstaklinga á svæðinu. Ávallt skal leitast við að fatlaðir njóti almennrar þjónustu ríkis og sveitarfélaga.

Þar sem Asperger heilkenni er skilgreind fötlun eiga börn með heilkennið rétt á sérstuðningi í leikskóla, stuðningsfjölskyldu allt að 3 sólarhringum í mánuði og liðveislu að hámarki 30 klst. á mánuði. Foreldrar þessara barna eiga einnig rétt á umönnunarbótum og ráðgjöf. Nokkur munur er á því á milli sveitarfélaga hvaða þjónusta er í boði og í hve miklum mæli.

©1997