Guðrún Oddsdóttir
Einhverfa og leikskóli


Þjónustuúrræði

Dagvist barna

Dagvist barna sér um rekstur leikskóla í Reykjavík. Starfsemi Dagvistar skiptist í þjónustusvið, fjármála- og rekstrarsvið og fagsvið. Fagsvið ber ábyrgð á að unnið sé að uppeldi og menntun barna sem dvelja í leikskólum í samræmi við lög og Uppeldisáætlun fyrir leikskóla. Fagsvið skiptist í tvær deildir; uppeldis- og fræðsludeild og sálfræði og sérkennsludeild. Þar starfa leikskólaráðgjafar, leikskólaráðgjafar vegna sérkennslu, sálfræðingar, talmeinafræðingar og þroskaþjálfarar. Hlutverk þessara deilda eru m.a. að sjá um:

Einhverf börn á leikskólum Reykjavíkur eru núna um 5-6 talsins á jafnmörgum leikskólum og 2-3 eru auk þess að bætast við. Dagvist leggur áherslu á að blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna sé eins mikil og kostur er, því eru þessi börn öll á almennum deildum.

Formlegar reglur um þjónustu þá sem veita skuli fötluðum börnum eru ekki notaðar á Dagvist, heldur reynir Fagsvið að finna lausn sem henti hverju einstöku barni.

Þau meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir einhverfa hafa breyst ört undanfarið. Þar til á þessu ári sáu Barna og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins um greiningu einhverfra barna, og settu síðan ásamt þroskaþjálfara Dagvistar upp TEACCH þjálfunarkerfi í leikskóla.

Undanfarið hefur sú breyting orðið að BUGL kemur ekki lengur að greiningu einhverfra þar sem um fötlun en ekki geðsjúkdóm er að ræða. Því er það alfarið Greiningarstöð sem greinir vanda barnanna og heldur síðan skilafund með Dagvist barna. Á skilafundi er yfirleitt mælt með „viðhlítandi meðferð" eða „atferlismótun". TEACCH þjálfun er því á undanhaldi. Þegar inn á leikskóla er komið fá börnin frá 2 tímum í sératferlismótun (miðað við 8 tíma vistun). Menntamálaráðuneyti greiðir 80% af 4 stuðningstímum á dag með hverju einhverfu barni, oft er þó hægt að sækja um 80% greiðslu fyrir 2 tíma til viðbótar. Þessir tímar nýtast þó ekki beint sem atferlismótun, því sérstuðningurinn þarf ekki síður að aðstoða börnin við daglegar athafnir og í félagslegum samskiptum og í leik.

©1996