Sálfræði 02.04.08


Fyrrihlutapróf

Próftími

Laugardaginn 13. október 2001, kl. 9:00-12:00

Prófstaður

Eftirfarandi tafla gefur yfirlit yfir prófstaði. Það fer eftir nemendanúmeri í hvaða stofu þú átt á mæta.

Skipan nemenda í stofur
Stofa Nemendanúmer
Aðalbygging VI 127690 - 134675
Aðalbygging XII 134689 - 135380
Aðalbygging XIII 135403 - 136239

Prófnúmer

Nemendanúmer verða notuð í prófinu og því er mikilvægt að þú hafir númerið þitt á reiðum höndum í prófinu. Nemendanúmer færðu hjá Nemendaskrár eða með því að skrá inn notandanafn og lykilorð á háskólanetinu (þar sem þú skoðar einkunnir og námsferilsupplýsingar).

Námsefni

Kaflar 1-3, 5, 7, 9-12 úr Wade, C., & Tavris, C. (2000). Psychology (6. útgáfa). Upper Saddle River, NJ: Prentice Hall.

Prófform og prófvægi

Prófið samanstendur af fjórum ritgerðarspurningum og skal svara þremur og aðeins þremur þeirra.Auk þess verða þrjár smáspurningar og skal svara tveimur þeirra. Prófniðurstaðan ákvarðar 50% af lokaeinkunn í námskeiðinu.

Samsetning prófsins
Tegund FjöldiSvarað
Ritgerðarspurningar 43
Smáspurningar 32
Í heild 75

Taktu eftir: Ekki svara fleiri en 3 ritgerðarspurningum og 2 smáspurningum!

Gamlar prófspurningar

Nemendur hafa aðgang að lista yfir prófspurningar sem verið hafa áður á lokaprófum í námskeiðinu.

Fyrirvari

Ofangreindar upplýsingar eru ekki skuldbindandi fyrir kennara. Tilgangur þeirra er að gefa glögga mynd af prófinu eins og það er fyrirhugað og auðvelda þannig nemendum undirbúning undir prófið. Breytingar geta orðið á prófinu eða fyrirkomulagi þess en leitast verður við að hafa það í anda ofangreindra upplýsinga. Almennur fyrirvari er einnig gerður vegna villna í próflýsingu eða mistaka við prófsamningu.

Gangi þér vel!