Kosningar 2003 Fylgisbreytingar í aðdraganda Alþingiskosninga 2003

Fylgisþróun síðustu vikurnar

Fylgisþróun 08.03–13.04.2003

Niðurstöður fylgiskannana

Borgarstjórnarkosningar 2002

Um útreikningana sem liggja að baki myndunum

Á myndunum eru allar fylgiskannanir lagðar að jöfnu óháð könnunaraðilum og aðferðum við gagnasöfnunina. Öryggisbil gefur til kynna úrtaksóvissu miðað við 95% öryggi. Línan tekur tillit til þeirrar leitni sem er í fylginu á hverjum tímapunkti fyrir sig. Þessi leitni er reiknuð á grundvelli þeirra níu kannana sem eru nálægast í tíma annað hvort til baka eða áfram í tíma.

Við útreikninga fær hver könnun vægi miðað við fjarlægð (fram eða aftur í tíma) frá viðkomandi tímapunkti. Könnun sem er nálægt þeim tímapunkti sem fylgið er metið fyrir fær fullt vægi en síðan minnkar vægið tiltölulega hratt þar til komið er að fjarlægustu könnununum sem teknar eru með í útreikningum.

Við útreikninga er einnig tekið tillit til óvissu þannig að lítil könnun hefur minni áhrif á línuna heldur en stór könnun.

Sú aðferð sem er notuð er svipuð hlaupandi meðaltali svo sem þegar tekið er meðaltal af fleiri en einni könnun. Munurinn er hins vegar sá að (a) áhrif einstakra kannana minnka eftir því sem þær eru lengra frá viðkomandi tímapunkti, (b) tekið er tillit til úrtaksstærðar, þ.e. þeim fjölda sem tók afstöðu og (c) tekið er tillit til þeirrar leitni sem er í niðurstöðum á hverjum tímapunkti fyrir sig.

Einstakar kannanir eru staðsettar miðað við þyngdarpunkt þeirra en ekki birtingardag. Kannanir sem voru gerðar yfir marga daga eru því staðsettar miðað við miðju þess tímabils. Þannig er tekið tillit til þess að niðurstöður könnunar geta verið eins konar meðaltal fyrir langt tímabil og því ekki lýsandi fyrir það fylgi sem er þegar þær birtast. Þetta verklag leiðréttir einnig sjálfkrafa fyrir það að mislangt líður frá því að könnun er gerð þar til hún birtist í fjölmiðlum.