Frígráður Frígráður sem fjöldi gilda sem frjálst er að breyta

Hægt er að hugsa sér frígráður sem fjölda gilda sem leyfilegt er að breyta, hvernig sem er, án þess að breyta meðaltalinu. Það er rangt að ætla að það sé leyfilegt að breyta öllum gildunum.

Ef við höfum talnasafn sem inniheldur tölurnar 4, 5, og 6 þá er meðaltalið 5. Ef einhver mætti breyta tölunum eins og hann vildi, án þess að breyta meðaltalinu, þá þyrfti hann að nota seinasta gildið til þess að halda meðaltalinu. Þess vegna er hann frjáls til þess að breyta tveimur gildum að vild. Til dæmis ef hann breytti 4 í 10 og 6 í 5 þá væri hann ekki frjáls til þess að breyta tölunni 5 í hvaða tölu sem er. Hann yrði að breyta henni í 0.

Með þessum hætti er hægt að telja hversu margar tölur er frjálst að breyta, hvernig sem er án þess að breyta meðaltalinu. Fjöldi talna sem hægt er að breyta að vild eru frígráðurnar.