Normalrit Normal probability plot og Normal quantile plot

Á normal probability plot eru gögnin sett upp sem uppsafnað hlutfall (cumulative proportions) af dreifingu breytu á X ás, á móti væntigildum fyrir uppsafnað hlutfall normaldreifingar á Y ás (Skipun í SPSS: Graphs/P-P), sjá mynd 1.

normal probability plot.

Mynd 1. Normal probability plot.

Á normal quantile plot eru punktarnir aftur á móti settir þannig upp að á X ás er hver punktur dreginn upp sem hlutfallstala (quantile) þeirra gilda sem falla fyrir neðan ákveðið gildi (d. 0,25. quantile hefur 25% gildanna fyrir neðan sig) en á Y ás koma þær hlutfallstölur sem búist er við væri dreifing normal (SPSS – graphs – Q-Q), sjá mynd 2.

normal quantile plot.

Mynd 2. Normal quantile plot.

Eins og sjá má á myndum 1 og 2 þá eru myndirnar ekki alveg eins þó að um sömu gögn sé að ræða á báðum myndum. Normal probability plot er næmara á frávik við miðju dreifingarinnar en normal quantile plot næmara á frávik við enda dreifingarinnar. Þetta er gott að hafa í huga við túlkun normalrits. Á báðum myndum eru gögnin normaldreifð.

Þrátt fyrir að greinarmunur sé oft gerður á normal quantile plot og normal probability plot þá er gott að hafa í huga að þessi greinarmunur á nafngiftum er oft á reiki.