VefverkefniAðfallsgreining: Línulega líkanið og túlkun þess

Með línulegri aðfallsgreiningu er hægt að meta og lýsa tengslum á milli breytna þegar ástæða er til að ætla að sambandið þeirra á milli sé línulegt. Yfirleitt er leitast við að svara þrenns konar spurningum um sambandið:

  1. Hafa tilteknar frumbreytur (X1, X2 … Xn) marktæk áhrif á fylgibreytuna (Y)?
  2. Hvaða áhrif hefur það á fylgibreytuna (Y) þegar frumbreytan eða frumbreyturnar (X1 – Xn) breytast?
  3. Hver er besta spá () um gildi fylgibreytunnar út frá gildum frumbreytunnar (X)?

Til að svara þessum spurningum þarf að lesa úr niðurstöðum línulegrar aðfallsgreiningar. Svörin eru á formi hallastuðla, staðlaðra sem og óstaðlaðra, og þá þarf að túlka í tengslum við útkomu marktektarprófa, bæði t- og F- prófa, og staðalvillu.

Sem dæmi um túlkun á niðurstöðum í línulegri aðfallsgreiningu verður hér tekið mjög einfalt dæmi um tengsl mánaðarlauna og starfsaldurs í mánuðum. Þær töflur sem mestu skipta fyrir túlkun niðurstaðna eru eftirfarandi:

  1. Model Summary:. Þar má m.a. finna upplýsingar um fylgni milli spágildis og raungildis (R), heildarskýringarhlutfall (R2) og staðalvillu spágildis (SE).
  2. ANOVA: Þar er m.a. að fá upplýsingar um kvaðratsummur og niðurstöður alsherjarprófsins (F– próf).
  3. Coefficients: Í þessari töflu eru allar upplýsingar sem þarf til að reikna út spágildi fyrir fylgibreytuna ( ) með aðfallsjöfnu. Í töflunni er að finna fasta, hallastuðla, niðurstöður t- prófs og vikmörk.