Öryggisbil og túlkun þeirra Öryggisbil úrtaksmeðaltals

Ef við notum dæmið hér á undan ( SE = 1 og M = 40) þá reiknum við 95% öryggisbil á eftirfarandi hátt:

95% öryggi = M ± (1,96 * SE)
95% öryggi = 40 ± (1,96 * 1)
= 40 ± 1,96
= 40 – 1,96 til 40 + 1,96
= 38,04 til 41,96

Ath. Gildið 1,96 fæst úr t-gildis töflu fyrir 95% öryggismörk þegar úrtakið er 100 manns, en þá eru t-gildi orðin mjög lík z-gildum.

Við getum því sagt með 95% öryggi að þýðismeðaltalið liggi á bilinu 38,04 – 41,96. Við getum því sagt að í þýðinu (Bandaríkin hér) sé þyngd 10 ára stúlkna sennilega á þessu bili. Ef við tækjum 100 hundrað manna úrtök úr þessu þýði og reiknuðum öryggisbil fyrir hvert og eitt þeirra þá myndu að jafnaði 95% öryggisbilana innihalda þýðismeðaltalið.