Marktektarprófun Úrtök

Marktektarprófun fjallar alltaf um líkindi. Þetta er vegna þess að sjaldnast höfum við upplýsingar um allan þann hóp (þýðið) sem áhugi okkar beinist að. Þess í stað er stuðst við upplýsingar um úrtak sem dregið er úr hópnum. Sennilega er hvergi til það úrtak sem endurspeglar fyllilega eiginleika þess þýðis sem það er dregið úr. Þess vegna geta upplýsingar um úrtak aldrei sagt okkur allt um þýðið. Það þýðir þó alls ekki að slíkar upplýsingar geti ekki verið afar mikilvægar. Eitt af því sem gerir slíkar upplýsingar mikilvægar er slembiúrtak. Slembiúrtak er dregið úr þýði þannig að allir meðlimir innan þýðisins eiga jafna möguleika á að lenda í úrtakinu. Þetta kemur í veg fyrir kerfisbundna úrtaksskekkju. Það er þó hugsanlegt að slembiúrtak sé afar ólíkt þýðinu. Því stærra sem slembiúrtak er því líklegra er er það endurspegli eiginleika þýðis.