Eftir á afköst Afköst

Afköst segja til um líkurnar á því að hafna réttilega rangri núlltilgátu. Afköst eru skilgreind sem 1&minusß. Afköst taka gildi frá 0 til 1. Almennt er talið hæfilegt viðmið að afköst = 0,8. Það þýðir að 80% líkur eru á því að núlltilgátunni sé réttilega hafnað. Það þýðir þá einnig að 20% líkur er á því að núlltilgátunni sé ranglega ekki hafnað.

ß eru líkurnar á því að marktektarpróf finni ekki tiltekin mun á meðaltölum þótt hann sé raunverulega til staðar. Ef ß er hátt eru meiri líkur á því að við finnum ekki raunverulegan mun meðaltala, þ.e höfnum ekki núlltilgátunni. Samband afkasta og ß er: Afköst = 1&minusß. Til dæmis ef ß = 0,35 þá eru afköstin = 1 &minus 0,35 = 0,65. Með öðrum orðum væru einungis 65% líkur á því að marktektarpróf finndi raunverulegan mun meðaltala og núlltilgátunni hafnað.