Tukey HSD Framkævmd Tukey HSD í SPSS

Hægt er að framkvæma Tukey HSD eftiráprófið í nánast hvaða tölfræðiforriti sem er. Hér verður því lýst hvernig framkvæma á Tukey HSD í tölfræðiforritinu SPSS. .

Tukey HSD eftiráprófið krefst þess ekki að gert sé allsherjar F próf áður en það er framkvæmt og því verður hér allsherjar F prófið og Tukey eftirásamanburðurinn framkvæmdur í einu.

Þegar framkvæma á Tukey eftirásamanburð skal eftir farandi gert:

Byrja á því að fara í analyse/compare means/one way anova Þá opnast gluggi þar sem þess er krafist að háða og óhaða breytan séu settar á viðeigandi staði. Því næst er ýtt á hnappinn post hoc og þar merkt við Tukey því næst ýtt á continue og svo ok í næsta glugga. Þá ætti niðurstöðuglugginn (output) með viðeigandi töflum að koma upp.