AðfallsgreiningR fjölfylgnistuðull

R fjölfylgnistuðullinn er fylgni milli fylgibreytu og bestu línulegrar samsetningar frumbreyta. Yfirleitt er R² túlkaður því hann segir til um hversu mikið frumbreytur í heild skýra af dreifingu fylgibreytu og er því mælikvarði á forsprárgildi líkansins Báðir stuðlarnir taka gildi á bilinu 0-1.

Í hnotskurn segir R² til um hversu vel hægt er að spá fyrir um fylgibreytuna út frá frumbreytunni. Þó ber að athuga að R² ofmetur aðeins skýringarhlutfallið við raunverulegar aðstæður og þá er gripið til leiðrétts R² stuðuls (adjusted R square). Leiðrétti stuðullinn leitast við að taka tillit til fjölda breyta og fjölda þátttakenda í rannsókninni.