AðfallsgreiningLeif

Hér er mikilvægt að átta sig á því að í einfaldri aðfallsgreiningu er engin bein lína sem sker alla punktana í grafinu. Raunar gæti verið svo að „góð lína“ færi ekki í gegnum einn einasta punkt. Venjulega er bil á milli einstakra gilda og línunnar þó stundum falli einhver gildi nákvæmlega á línuna. Í einfaldri aðfallsgreiningu er alltaf um leif að ræða, nema þegar öll gildi falla nákvæmlega á línuna. Leifin er mismunurinn milli gildis á fylgibreytunni og bestu línu.