AðfallsgreiningJafna bestu línu

Hver einasta beina lína sem dregin er í gegnum fylgniritið í einfaldri aðfallsgreiningu hefur sína jöfnu sem greinir hana frá öðrum línum. En aðaltrikkið í eindaldri aðfallsgreiningu er að finna þá línu sem best fellur að gögnunum. Sú lína er kölluð aðfallslína eða besta lína og er línulegt fall tveggja breyta. Hún sýnir bestu mögulegu spá um breytingar á Y út frá X . Hallatalan ákvarðar afstöðu línunnar í grafinu. Hún segir til um hversu mikið Y breytist ef tilteknar breytingar verða á X. Þegar b=2 þá eykst Y um tvo fyrir hverja breytingu á einu X.

Til þess að finna út hvaða lína er “best” þurfum við að grípa til einhvers hlutlægs mælikvarða. Augljóslega er hægt að ganga út frá því að besta línan sé sú sem gefur af sér minnsta villuna. Í mjög einfölduðu máli gengur aðfallsgreining út á þessa hugmynd. Við viljum línu sem gefur minnstu mögulegu villuna. Í stað þess að leggja saman villurnar fyrir Y-gildin þá eru þær hafðar upp í annað veldi til að jafna út neikvæðu formerkin.