Misleitni og dreifigreining Próf Levenes

Próf Levenes prófar núlltilgátuna að dreifitölurnar séu eins í öllum hópum. Próf Levenes er í höfuðatriðum dreifigreining (F próf) á tölugildum frávika frá úrtaksmeðaltalinu/miðgildinu. Hafi einn hópur meiri dreifingu en annar, þá munu gildi hans að meðaltali víkja meira frá úrtaksmeðaltalinu/miðgildinu heldur en gildi hópsins sem hefur minni dreifingu. Ef F er marktækt er núlltilgátunni hafnað og fullyrt að hóparnir tveir hafi misleita dreifingu. Þegar aðeins er verið að bera saman tvo hópa er strangt til tekið um t próf að ræða en þegar verið er að bera fleiri en tvo hópa saman er því skipt út fyrir dreifigreiningu (F próf). Í SPSS er þó alltaf um dreifigreiningu að ræða.

Dæmi

Hér má sjá dæmi um útkomu úr Prófi Levenes á misleitni dreifingar í SPSS:

Tafla með niðurstöðum úr Prófi Levenes

Líkt og taflan sýnir er prófið ómarktækt og núlltilgátunni er ekki hægt að hafna. Prófið bendir því ekki til misleitni í dreifingunni. Þótt núlltilgátunni sé ekki hafnað þýðir það ekki að búið sé að sanna að hún sé röng. Því er ekki hægt að útiloka misleitni með prófi Levenes en gott er að skoða niðurstöðu þess með hliðsjón af kassaritum og hlutfalli hæsta og lægsta staðalfráviks. Séu engar vísbendingar þar heldur um misleitni má gera ráð fyrir því að dreifingin sé einsleit og forsendan því óbrotin.

SPSS

Til að fá Próf Levenes í SPSS er farið í Options þegar dreifigreining er framkvæmd og hakað við Homogeneity tests. Þá birtist tafla lík þessari hér að ofan, ásamt niðurstöðum dreifigreiningarinnar.