Misleitni og dreifigreining Traustleiki gagnvart misleitni

Áhrif á marktektarstig (α)

Þó svo að eitt og sama staðalfrávikið lýsi ekki öllum hólfum sniðsins má gera ráð fyrir því að tíðni villu af tegund I sé α (oft miðað við 0,05). Dreifigreining er því talin tiltölulega traust (robust) gagnvart misleitni, svo lengi sem jafn fjöldi er í hólfum. Misleitni dreifingar og ójafn fjöldi í hólfum er ekki góð blanda. Þegar ójafnt er í hólfum verður prófunin ótraustari gagnvart misleitni dreifingar. Ef ástæða er til að ætla að dreifing sé misleit ætti því að reyna af öllum mætti að hafa eins jafnt í hólfum og hægt er.

Áhrif á afköst

Misleitni getur einnig haft áhrif á afköst dreifigreiningarinnar. Misleitni dreifingar verður til þess að minnka líkur á því að hafna núlltilgátunni. Úrtaksháð próf, svo sem Kruskal-Wallis, eru með meiri afköst ef aðrar forsendur dreifigreiningar eru brotnar (dreifing er skekkt eða með frávillinga) en eru þó jafn næm fyrir misleitni dreifingar. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar en engin eining er um bestu valkostina.