VefverkefniFí merkt (φ')

Fí merkt (φ′)

Meðal þeirra aðferða sem hægt er að nota til þess að meta mun á milli hópa er með því að skoða áhrifastærðir og afköst. Til þess að mæla áhrifastærð getum við notað φ'. φ' stendur fyrir staðalfrávik meðaltala sem hlutfall af staðalfráviki villunnar. Hér er hægt að finna formúlu fyrir φ'og dæmi um útreikninga úr henni.

Áhrifastærðir segja til um hversu mikil áhrif frumbreytunnar eru á fylgibreytuna. Þegar búið er að finna út áhrifastærðina er hægt að nota viðmið um hve mikil áhrifin eru. Afköst eru oft reiknuð á grunni φ' en afköst eru notuð til að finna frávik frá núlltilgátunni. Afköst upp á 0,80 þykja fullnægjandi, en þau gefa vísbendingu um að 80% líkur séu á því að við höfnum núlltilgátunni réttilega. Mikill munur á meðaltölum eykur afköst, en þegar afköst aukast þá aukast um leið líkur á því að rangri núlltilgátu sé hafnað. Það er þó ekki nægilegt að reikna út φ' því það segir okkur lítið eitt og sér. Hægt er að vinna áfram og reikna afköst á tvo vegu. Annars vegar með því að nota φ' og vinna með niðurstöður þess í afkastahermi til að reikna megináhrifin, til dæmis í afkastahermi Lenths. Ef afkastahermur Lenths er notaður, þá verður að byrja á því að leiðrétta φ' í Excel skjalinu sem er að finna á heimasíðu námskeiðsins. Hins vegar er hægt að fletta afköstum upp í töflu um the noncentral F distribution. Til þess að geta flett afköstunum upp í töflunni, þurfa upplýsingar um φ að vera fyrir hendi. Upplýsingarnar er síðan hægt að nota til þess að spá fyrir um hve marga þátttakendur þarf í hvern hóp í rannsókninni til að afköst verði góð.