Athugun á leif í dreifigreiningu Eiginleikar dreifingar

Dreifigreining gerir ráð fyrir því að lögun villunar sé normal og að engin fráviksgildi séu til staðar. Mikilvægt er að geta gengið úr skugga um að þetta sé rétt.

Lögun dreifingar gefur til kynna hvort að hún sé skekkt, flöt, eintoppa eða götótt.

Staðsetning dreifingar segir til um hvar miðja dreifingar eða dæmigerð gildi hennar eru á talnaásnum og er hún metin með meðaltali.

Breidd dreifingar gefur vísbendingar um hvað dreifingin nær yfir mikið talnasvið og er hún meðal annars metin með staðalfráviki. Breidd dreifingar er stundum metin til að draga ályktanir um staðsetningu.