Tölfræði (cand psych)Yfirlit yfir námsefni haustið 2013

Kennari

Guðmundur B. Arnkelsson

Kennsla

Almennir fyrirlestrar fimmtudaga kl. 1230 – 1540 í stofu 206 í Odda.

Önnur kennsla, verkefnavinna, samstarf og sjálfstætt starf nemenda eftir nánari ákvörðun og þörfum hverju sinni.

Lesefni

Howell, D.C. (2013). Statistical methods for psychology (8. útgáfa). Belmont, CA: Wadsworth. [ISBN: 978-1-111-84052-3]

Jaccard, J. (1998). Interaction effects in factorial analysis of variance. Sage university paper series on quantitative applications in the social sciences, 07-118. Beverly Hills and London: Sage. [ISBN: 0-7619-1221-5]

Klockars, A.J., & Sax, G. (1986). Multiple comparisons. Sage university paper series on quantitative applications in the social sciences, 07-061. Beverly Hills and London: Sage. [ISBN: 0-8039-2051-2]

Toothaker, L.E.. (1993). Multiple comparison procedures. Sage university paper series on quantitative applications in the social sciences, 07-089. Beverly Hills and London: Sage. [ISBN: 0-8039-4177-3]

Verkefni

Gert er ráð fyrir stuttum verkefnum sem nemendur vinna í kennslustund. Nemendur vinna einnig heimaverkefni sem þeir kynna í kennslustund.

Auk ofangreindra verkefna er eitt lokaverkefni sem kemur til einkunnar. Þetta verkefni felur í sér að framkvæma dreifigreiningu í einu gagnasafni og skila vandaðri skýrslu. Tveir nemendur eru um hvert verkefni.

Að síðustu er nemanda heimilt að vinna upp öll heimaverkefni í samræmi við fengnar ábendingar. Ef mappa með þessum verkefnum fylgir lokaverkefni er tekið tillit til slíkrar endurgerðar við á móti mati á lokaverkefninu.

Námsmat

Verkefnum skal skila tímanlega og vel gerðum á alla lund.

Námskeiðið byggist á því að unnið sé jafnt og þétt í verkefnum alla kennslulotuna.

Námskeiðseinkunn ræðst af mati á lokaverkefni að teknu tilliti til endurgerðra heimaverkefna ef um það er að ræða og vinnu nemenda yfir önnina. Ávallt er byggt á heildstæðu mati þeirra verkefna sem til álita koma.

Námskeiðinu er lokið ef lokaeinkunn námskeipsins er 5,0 eða hærri, öllum tímaverkefnum hefur verið lokið og heimaverkefnum skilað réttum, fullbúnum og á réttum tíma.

Heimasíða

Heimasíða námskeiðsins er http://www.gba.is/cpadf .

Fyrirvarar

Allar upplýsingar eru veittar með venjulegum fyrirvara. Áætlunin, námsmat og aðrir þættir námskeiðsins geta breyst þegar líður á kennslulotuna. Upplýsingunum er þó ætlað að gefa skýra og sem réttasta mynd af námskeiðinu í þeim tilgangi að auðvelda þér námið.

Ýmis mikilvæg atriði eru tilkynnt munnlega í kennslustund. Ég geri ráð fyrir að nemendur mæti í allar kennslustundir.

Kröfur til nemenda

Námskeiðið miðast við framhaldsnám eftir grunnnám í háskóla. Því eru gerðar kröfur um áhuga, vinnusemi, sjálfstæð vinnubrögð og tímanleg verkefnaskil.

Bakgrunnur nemenda er ólíkur og tölfræði fræðigrein í örri þróun. Efnistök og yfirferð miðast við núverandi námsfyrirkomulag í BA-námi í sálfræðiskor. Nemendum með mjög gömul próf eða sem telja sig hafa að einhverju leyti slakari undirbúning en sem þessu nemur er bent á að kynna sér efni og efnistök tölfræðinámskeiða við sálfræðiskor á www.gba.is .

Dagskrá fyrirlestra

Lesefni, efnistök og röð efnisþátta geta breyst umtalsvert á námskeiðstímanum.

Dagar Dagur Lesefni Viðfangsefni
1 5. sept. Kynning og uppsetning á R
2 12. sept. H:11 Einföld dreifigreining 
3 19. sept. Einföld dreifigreining
4 26. sept. H: 11:7–11.12 Mikilvæg atriði í tengslum við dreifigreiningu (Kynning: Forverkefni)
5 3. okt.   Mikilvæg atriði í tengslum við dreifigreiningu (Kynning: Forverkefni)
6 10. okt. H:16.1–16.2 Dreifigreining sem línulegt líkan
7 17. okt. Dreifigreining sem línulegt líkan
8 24. okt. H12; KS;T Margir samanburðir (Kynning: Línulegt líkan)
9 31. okt. Margir samanburðir (Kynning: Línulegt líkan)
10 7. nóv. Margir samanburðir
11 14. nóv. H13; H16.3–16.4; JJ Marghliða dreifigreining
12 21. nóv.  Marghliða dreifigreining
13 28. nóv. Samantekt og lok

H: Howell; JJ: Jaccard; KS: Klockars & Sax; T: Toothaker