Aðferðafræði II 10.05.03


Um prófið 14. febrúar 2004

Eftirfarandi upplýsingar eru gefnar með venjulegum fyrirvara. Við samningu prófsins geta orðið breytingar frá neðangreindri lýsingu. Lýsingunni er þó ætlað að gefa sem réttasta mynd af prófinu og styðja þannig við þig í prófundirbúningnum.

Skráning í prófið

Þú þarft að skrá þig í prófið!

Þú skráir þig í gegnum Upplýsingagátt Háskóla Íslands. Þú getur einnig farið beint á skráningarsíðuna.

Hjálpartæki

Þú þarft að hafa með þér reiknivél og hafa öðlast nauðsynlega kunnáttu og þjálfun í notkun hennar. Reiknivélin þarf að geta reiknað kvaðratrót og sett tölur í annað veldi.

Önnur hjálpartæki eru óheimil. Sérstaklega skal tekið fram að óheimilt er að hafa kennslubækur, Stoðkver, minnismiða, tímaglósur eða önnur slík gögn.

Nemendanúmer

Prófið verður haldið undir nafni og kennitölum. Þetta er í samræmi við samþykkt deildarráðs um próf þar sem námsmat er samsett.

Próftími

Prófið hefst stundvíslega kl. 900 og lýkur stundvíslega kl. 1130 þann 14. febrúar næstkomandi. Próftími er 150 mínútur.

Prófstaður

Prófstaður verður tilkynntur síðar í gegnum Upplýsingagátt Háskólans.

Próflýsing

Prófið er tvískipt. Annars vegar eru 6–10 stuttar efnisspurningar og hins vegar 2–3 reikningsdæmi. Efnisspurningar munu gilda samtals um 70% af prófinu en dæmin um 30%. Efnisspurningar geta verið samsettar og í mörgum liðum.

Efnisspurningar geta tekið yfir mjög misjafnt efni. Þær geta verið beint úr kennslubókum, fyrirlestrum, efni á námskeiðsvef eða umræðum í tíma. Þær geta kallað eftir staðreyndaþekkingu, skilningi, beitingu eða dæmareikningi. Í síðasttalda tilfellinu verða útreikningar þó það einfaldir að hægt er að setja gefnar upplýsingar beint inn í viðeigandi formúlur. Þú getur þurft að lesa úr gögnum, segja fyrir um tengsl, bera saman einhverjar mælitölur eða eiginleika þeirra, svo fátt eitt sé nefnt.

Efnisspurning getur verið stuttsvarsspurning, þ.e. spurning um afmarkað efni sem er hægt að svara í fáeinum setningum. Efnisspurning getur líka verið á formi fjölvalsspurningar eða röð tvívalsspurninga. Að síðustu getur efnisspurning falist í því að lýsa mynd eða töflu. Þá má búast við að gefin séu upp ákveðin hugtök sem nota ber við lýsingu myndarinnar eða töflunnar. Gefið er rétt fyrir rétta notkun hugtaks sem lýsingu á myndinni eða töflunni; ekki er gefið rétt fyrir skilgreiningu á viðkomandi hugtaki án beinna tengsla og skírskotunar til þess sem sést á myndinni eða töflunni.

Hægt er að fá skýrar hugmyndir um allar þessar tegundir spurninga og annað sem lýtur að efnistökum í prófinu með því að skoða Stoðkverið. Athugaðu vel upplýsingar í Spurt og svarað um skiptingu efnis í Stoðkveri í eldri og nýrri spurningar.

Hægt er að fá skýrar hugmyndir um allar þessar tegundir spurninga og annað sem lýtur að efnistökum í prófinu með því að skoða Stoðkverið. Athugaðu vel upplýsingar undir Almennum fyrirspurnum í Spurðu og svöruðu um skiptingu efnis í Stoðkveri í eldri og nýrri spurningar. Skoðaðu svarið við fyrirspurninni Hvað þarf að reikna mörg dæmi fyrir prófið?.

Athugaðu einnig spurningar 97–116 í Stoðkveri en þar eru óflokkaðar spurningar úr öllum þriðjungum námskeiðsins, m.a. úr fyrsta þriðjungi.

Reikningsdæmin verða með hefðbundnum hætti svipað og yngri verkefnin (sbr. ofangreint) í Stoðkveri. Leitast verður við að hafa reikningsdæmi sem umfangsminnst þannig að ekki strandi á sjálfri handavinnunni við úrlausn hennar heldur raunverulegri kunnáttu og færni. Gerðu ráð fyrir að þurfa að velja sjálf þær mælitölur sem á að reikna. Þú munt einnig þurfa að túlka niðurstöður dæmanna, bæði hvað þær þýða tölfræðilega en einnig efnislega merkingu hennar.

Námsefni fyrir próf

Greinargóða lýsingu á námsefni má finna í námslýsingu fyrsta þriðjungs námskeiðsins.

Forföll

Ef þú ert veik á prófdag, verður þú að framvísa læknisvottorði. Skilaðu því á deildarskrifstofu eigi síðar en þremur dögum eftir prófið.

Að lokum

Mættu í prófið! Það gildir aðeins 15% svo þú getur ekki annað en grætt á því að mæta. Vandaðu undirbúning og hafðu trú á kunnáttu þinni. Ef þér fipast í prófinu, skaltu hafa í huga að prófið hefur tiltölulega lítil áhrif á heildareinkunn í námskeiðsins.

Gangi þér vel!