Valnámskeið í aðferðafræði: Sérefni í dreifigreiningu


Verkefni II

Verkefnið felst í því að segja fyrir um einkunnir í framhaldsskóla og háskóla á grundvelli grunnskólaeinkunna. Verkefnið er framhald af verkefni eitt nema nú er unnið með nýjar gagnaskrár og umfangsmeiri gögn.

Gagnaskrár

Í þessu verkefni notarðu gagnaskrárnar sem er að finna á vefnum. Ef þú smellir hér færðu lista yfir skrárnar. Vistaðu eintak af þinni skrá með því að velja hana með hægri músartakkanum og velja "Save Link As …" í valmyndinni sem þá sprettur upp. Þar eru nokkrar mismunandi gagnaskrár (AdfV201.HRA … AdfV210.HRA), sem allar eru hráskrár með „FREEFIELD" sniði, sjá nánari lýsingu.

Þú velur þína skrá í samræmi við númerið sem þér hefur verið úthlutað, eins og áður.

Skráningarform

Textaskrá þar sem hver færsla er í einni línu. Mæligildi eru aðgreind með bilum. Komma í rauntölum er táknuð með kommu. Brottfall mæligilda er táknað með kommu í stað mæligildisins.

Hver lína í skránni er með eina færslu með 12 breytum sem innihalda upplýsingar um feril eins nemanda og gengi í íslensku skólakerfi..

Þýði og úrtaki

Þýðið er allir Íslendingar fæddir árið 1969. Hver skrá inniheldur 400-450 færslur. Hver færsla gefur samræmdar grunnskólaeinkunnir, einkunnir í fyrstu áföngum í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku í framhaldsskóla og ákveðnar grunnupplýsingar um námsárangur nemenda á fyrsta ferli þeirra innan Háskóla Íslands.

Breytur

Kyn Kynferði nemanda.

1 Karl
2 Kona

IslF10 Meðaleinkunn í fyrsta íslenskuáfanga í framhaldsskóla, þó ekki 0-áfanga.

EnsF10 Meðaleinkunn í fyrsta enskuáfanga í framhaldsskóla, þó ekki 0-áfanga.

DanF10 Meðaleinkunn í fyrsta dönskuáfanga í framhaldsskóla, þó ekki 0-áfanga.

StaF10 Meðaleinkunn í fyrsta stærðfræðiáfanga í framhaldsskóla, þó ekki 0-áfanga.

SamIsl Einkunn á samræmdu grunnskólaprófi í íslensku .

SamSta Einkunn á samræmdu grunnskólaprófi í stærðfræði.

SamDan Einkunn á samræmdu grunnskólaprófi í dönsku.

SamEns Einkunn á samræmdu grunnskólaprófi í ensku.

FYRSTU Vegin meðaleinkunn námskeiða á fyrsta ári í Háskóla Íslands á fyrsta ferli. Með „fyrsta ári" er átt við fyrstu tvær annir (fyrstu þrjár annir ef nemandi tekur sumarpróf) nemandans við Háskóla Íslands óháð fjölda eininga.

EINFYRST Fjöldi eininga á fyrsta ári við Háskóla Íslands á fyrsta ferli; miðað er við þær einingar sem teljast til FYRSTU

STADA Skráningarstaða á þessum ferli eins og hún er skráð í nemendaskrá. Eftirfarandi er yfirlit yfir merkingu ólíkra gilda.

1
Hættur námi (á þessum ferli)
2
Í námi
3
Brautskráður
.
Annað

Forsendur

Þú þarft hafa eftirfarandi atriði í huga og í sumum tilfellum að lagfæra gögnin í samræmi við þau.

Verkefnið

Fyrst þarftu að ganga úr skugga um að þér hafi tekist að lesa gögnin rétt inn og lagfært þau samkvæmt ofangreindum forsendum. Athugaðu sérstaklega vel hvort öll brottfallsgildi hafi farið rétt inn í skrána. Þetta má meðal annars gera með því að lesa hráskrána inn í eitthvert textaforrit, t.d. WordPad, og hafa það opið í einu glugga og yfirlit yfir gögnin í SPSS í öðrum glugga (t.d. LIST eða skoða gögnin í glugga í SPSSWin).

Eftirfarandi gefur yfirlit yfir verkefnið:

Gættu þess að kanna hvaða frumbreytur eru mikilvægastar í aðfallsgreiningarlíkönunum, velja það aðfallslíkan sem er réttast og kanna forsendur aðfallsgreininganna meðal annars með aðferðum gagnakönnunar.

Annað

Eftirfarandi skipun framkvæmir aðfallsgreiningu í SPSS/PC. Í SPSSWin finnurðu þessa skipun á valmyndinni sem Statistics/ Regression/ Linear. Á valmyndinni sem þá birtist er síðan hægt að skilgreina nánar þá úrvinnslu sem óskað er eftir.

Gangi þér vel.

REGRESSION 
/Statistics Coeff R Anova Tol 
/DEPENDENT fylgibreyta/METHOD ENTER frumbreytur 
[ /METHOD REMOVE frumbreytur ]
/RESIDUALS NORM(ZRESID) 
/SCATTERPLOT (*SRESID *ADJPRED)
/ CASEWISE PLOT(ZRESID) OUTLIERS(3).

Auk þess er hægt að setja inn eftirfarandi undirskipun en það er aðeins hægt í „syntax" glugganum.

… /Method Test (frumbreytur) (frumbreytur) … (frumbreytur)… 

Þá framkvæmir SPSS úrvinnslu þar sem kannað er kerfisbundið framlag ólíkra frumbreyta til R2. Þetta gerist þannig að SPSS byrjar á því að setja allar frumbreytur sem nefndar eru í Method Test skipuninni inn í líkanið. Síðan fjarlægir það frumbreyturnar í fyrsta sviganum úr heildarlíkaninu og athugar hvernig R2 breytist. Síðan byrjar forritið aftur með allar frumbreyturnar inni og fjarlægir allar breyturnar í næsta sviga úr því og athugar hvernig skýrð dreifing breytist. Síðan koll af kolli þar til allir svigarnir hafa verið kannaðir. Niðurstöðurnar eru síðan gefnar upp á mjög samþjöppuðu formi.

Í niðurstöðunum er gefin upp breytingin á R2 (RSQ CHG). Það gefur til kynna hve mikið skýrð dreifing minnkar við að fjarlægja þetta sett úr heildarlíkaninu en það samsvarar sérhæfri skýringu viðkomandi frumbreyta. Einnig er gefið upp F og marktekt, en þær tölur eru þó lítils virði nema einhverjar ákveðnar tilgátur séu prófaðar.

Hallastuðlar eru ekki gefnir upp fyrir hvert sett frumbreyta heldur aðeins sérhæfð skýring. Ef skýrð dreifing (R2) minnkar lítið við að taka einhverjar frumbreytur úr líkaninu er því ástæða til að reikna það líkan sérstaklega í þeim tilgangi að sjá hvernig líkanið sjálft breytist. Ef samtvinnun breyta er skýringin ættu breytingar á hallastuðlum að leiða það í ljós.


Athugaðu að öll gögn sem þú færð í hendur í Valnámskeiði í aðferðafræði (10.05.11) eru eingöngu ætluð til notkunar vegna verkefna í námskeiðinu. Öll önnur hagnýting eða tilvísun til gagnanna er óheimil.

© 1997 Guðmundur B. Arnkelsson