Valnámskeið í aðferðafræði:
Sérefni í dreifigreiningu


Verkefni I

Verkefnið felst í því að gagnakanna breyturnar í skrá sem þú getur nálgast á Háskólanetinu. Áður en þú hefst handa við verkefnið, skaltu ganga úr skugga um að þér hafi tekist að lesa gögnin inn og lagfæra þau eftir þörfum.

Í þessu verkefni notarðu gagnaskrárnar sem er að finna á vefnum. Ef þú smellir hér færðu lista yfir skrárnar. Vistaðu eintak af þinni skrá með því að velja hana með hægri músartakkanum og velja "Save Link As …" í valmyndinni sem þá sprettur upp. Það eru nokkrar mismunandi gagnaskrár (AdfHsk01.HRA … AdfHsk10.HRA), sem allar eru hráskrár með „FREEFIELD" sniði, sjá nánari lýsingu. Engin vandræði ættu að vera við að lesa þessar skrá inn í SPSS/PC og væntanlega vandræðalítið að lesa þær inn í SPSS fyrir Windows.

Veldu þér þína skrá í samræmi við númerið sem þér hefur verið úthlutað. Þú getur séð númerið þitt í nemendalista námskeiðsins. Ef þú ert t.d. númer 9 á þeim lista, þá velur þú skrána AdfHsk09.HRA til að vinna með. Í heild sinni héti þá skráin þín því: ADFHsk09.HRA. Ef þú ert með hærra númer en tíu notarðu síðari staf tölunnar. Ef þú ert t.d. 12, þá notar þú skrá númer 2!


Skráningarform

MS-DOS textaskrá þar sem hver færsla endar með föstum línuskilum. Mæligildi eru aðgreind með kommu. Komma í rauntölum er táknuð með punkti. Brottfall mæligilda er táknað með punkti í stað mæligildisins.

Þýði og úrtaki

Allir nemendur fæddir árið 1969 sem hafa verið innritaðir í Háskóla Íslands á árunum 1987-1993. Hver skrá inniheldur um það bil 150 færslur. Hver færsla gefur ákveðnar grunnupplýsingar um námsárangur nemenda á fyrsta ferli þeirra innan Háskóla Íslands.

Breytur

  1. FYRSTU Vegin meðaleinkunn námskeiða á fyrsta ári í Háskóla Íslands á fyrsta ferli. Með „fyrsta ári" er átt við fyrstu tvær annir (fyrstu þrjár annir ef nemandi tekur sumarpróf) nemandans við Háskóla Íslands óháð fjölda eininga.
  2. EINFYRST Fjöldi eininga á fyrsta ári við Háskóla Íslands á fyrsta ferli; miðað er við þær einingar sem teljast til FYRSTU
  3. SEINNI Meðaleinkunn á seinni árum við Háskóla Íslands á fyrsta ferli.
  4. EINSEINN Fjöldi eininga á seinni árum við Háskóla Íslands á fyrsta ferli; miðað er við þær einingar sem teljast til SEINNI
  5. FFALL Fjöldi falla á fyrsta ári í Háskóla Íslands á fyrsta ferli.
  6. SFALL Fjöldi falla á seinni árum í Háskóla Íslands á fyrsta ferli
  7. STADA Skráningarstaða á þessum ferli eins og hún er skráð í nemendaskrá. Eftirfarandi er yfirlit yfir merking ólíkra gilda.

1

Hættur námi (á þessum ferli)

2

Í námi

3

Brautskráður

.

Annað

Verkefnið

Fyrst þarftu að lesa inn gögnin og endurkóða þau lítillega samkvæmt eftirfarandi upplýsingum. Gakktu úr skugga um að þér hafi tekist að lesa gögnin rétt inn og lagfært þau samkvæmt gefnum forsendum. Athugaðu sérstaklega vel hvort öll brottfallsgildi hafi farið rétt inn í skrána. Ein leið sem er nokkuð örugg en tafsöm, er að prenta út hráskrána og bera hana saman við gögnin eins og þau koma fyrir í tölfræðiforritinu. Þetta má einnig gera með því að lesa hráskrána inn í eitthvert textaforrit, t.d. Notepad, og hafa það opið í einu glugga og yfirlit yfir gögnin í SPSS í öðrum glugga (t.d. LIST eða skoða gögnin í glugga í SPSSWin).

Eftirfarandi forsendur þarftu að hafa í huga við endurkóðunina:

Eftirfarandi gefur yfirlit yfir verkefnið:

Annað

EXAMINE /VARIABLES fylgibreyta [BY flokkabreyta]
[ /PLOT STEMLEAF | BOXPLOT | HISTOGRAM ].

Gangi þér vel.